1.gr.

Félagið heitir Freyfaxi - Ungliðahreyfing Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi

2. gr.

Tilgangur félagsins er að veita og varðveita stöðugleika og standa vörð um hefðbundin grunngildi en um leið vera félag hugmyndaauðgi og framfara, samfélaginu öllu til heilla. Einnig að byggja upp samfélags- og borgaralega þenkjandi ungt fólk til að skapa betra Ísland til frambúðar. Safna saman skynsemishyggju ungu fólki, virkja það og skapa vettvang fyrir það að blómstra og taka virkan þátt í þjóðfélagsumræðu.

Tilgangurinn er ekki að skapa gróða eða hagnað, heldur einungis að starfa sem Ungliðahreyfing undir Miðflokknum.

3. gr.

Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að styðja Miðflokkinn, upplýsa stefnu hans meðal ungs fólks, efla samtök og félög Miðflokksins og sameina þau til áhrifa á stjórnmál og kosningar.

4. gr.

Aðild að sambandinu eiga einstaklingar á aldrinum 15 til 35 ára sem skrá sig og eiga lögheimili í Hafnarfjarðarkaupstað, Garðabæ, Kópavogsbæ, Seltjarnarneskaupstað, Mosfellsbæ eða Kjósarhrepp. Sé ekki til aðildarfélag í sveitarfélagi getur stjórn veitt undanþágu til tilvonandi aðildarfélaga.

5. gr.

Starfstímabil félagsins er almanaksárið.  Á aðalfundi skal stjórn gera upp árangur liðins árs.  Aðeins félagsmenn mega vera þátttakendur í aðalfundi.

6. gr.

Aðalfund skal halda eigi síðar en 1. maí ár hvert og skal boða til hans með að minnsta kosti tveggja vikna fyrirvara með sannanlegum hætti.  Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðað. Einfaldur meirihluti mættra félagsmanna ræður úrslitum mála.  Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar lögð fram